Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Sést hvernig Raya er sagt að þykjast meiðast
Raya með leikþátt.
Raya með leikþátt.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar hafa sýnt vítt myndskeið frá Etihad vellinum á sunnudag þar sem sést greinilega hvernig David Raya markvörður Arsenal fær þær skipanir frá bekknum að þykjast meiðast til að fá aðhlynningu.

Arsenal hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir aðferðir sínar til að tefja leikinn en í umræddu myndskeiði sést aðili í starfsteymi Arsenal gefa áberandi merki til Raya um að fara niður þegar markvörðurinn er að búa sig undir að taka markspyrnu.

Á sama tíma hleypur ungur varamaður Arsenal, Myles Lewis-Skelly, í átt að Raya til að ná athygli hans. Lewis-Skelly fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Meðan Raya var með þennan leikþátt þá kallaði Mikel Arteta stóran hluta liðsins að boðvangnum til að gefa leiðbeiningar, rétt eins og um leikhlé í handbolta eða körfubolta væri að ræða.

Arsenal var einum færri allan seinni hálfleikinn en var hársbreidd frá því að landa sigri. Manchester City jafnaði seint í uppbótartíma og 2-2 urðu lokatölur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner