City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 10:44
Elvar Geir Magnússon
Gummi Ben: Stuðningsmenn KR átta sig greinilega ekki á stöðunni
Það var ekki vel mætt á Meistaravelli í gær.
Það var ekki vel mætt á Meistaravelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Ben.
Gummi Ben.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR gerði 2-2 jafntefli gegn Vestra í Bestu deildinni í gær en þetta sigursælasta lið landsins er aðeins þremur stigum frá fallsæti.

„Mikið rætt um hvort leikmenn KR átti sig á hvursu alvarleg staðan sé. Stuðningsmenn KR átta sig greinilega ekki á stöðunni," skrifaði Guðmundur Benediktsson á samfélagsmiðlinum X í gær.

Þar birti hann myndband af mætingunni á völlinn en þrátt fyrir blíðskapaveður voru greinilega margir stuðningsmenn KR sem héldu sig bara heima meðan á leik stóð.

Uppgefinn áhorfendafjöldi var aðeins 507.

KR á heimaleik á móti Fram næsta sunnudag en sögusagnir eru í gangi um að framkvæmdir við lagningu á gervigrasi á aðalvelli KR verði þá komnar í gang og leikurinn verði spilaður á hlutlausum velli.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner