Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Chilwell í hóp í fyrsta sinn á tímabilinu
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: EPA
Chelsea tekur á móti enska D-deildarliðinu Barrow í deildabikarnum í kvöld. Varnarmaðruinn Ben Chilwell er í leikmannahópnum hjá Chelsea í fyrsta sinn á tímabilinu.

Hinn 27 ára gamli Chilwell fékk ekki að æfa með aðalliði Chelsea fyrir nokkrum vikum og félagið reyndi að losna við hann. Eftir að glugganum var lokað var hann kallaður aftur á æfingar með aðalliðinu.

Enzo Maresca stjóri Chelsea er með ótrúlega breidd í leikmannahópi sínum, eins og fjallað hefur verið vel um, og kallar einnig Carney Chukwuemeka inn í hópinn og þá Tyrique George og Josh Acheampong úr akademíunni.

Chilwell hefur ekki spilað mótsleik síðan í apríl á síðasta ári og framtíð hans er í óvissu.

„Hugmyndin var að hann myndi fara en hann er hérna ennþá og er að æfa með okkur. Vonandi getum við gefuð honum einhverjar mínútur," segir Maresca.

Hægri bakvörðurinn Malo Gusto hefur náð sér af meiðslum og er klár fyrir leikinn í kvöld. Búist er við því að Mykhailo Mudryk, Kiernan Dewsbury-Hall og Benoit Badiashile verði allir í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner