City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Tufa: Svolítið saga okkar í sumar
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
Rúnar Páll: Við fáum fjóra sénsa í viðbót
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur hreinskilin: Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
   mán 23. september 2024 19:27
Kári Snorrason
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er dottið úr leik í umspili Lengjudeildarinnar eftir markalaust jafntefli við Aftureldingu fyrr í dag. Afturelding vann fyrri leikinn í einvíginu 3-1 og fara Mosfellingar því áfram.
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Afturelding

„Það var mjög erfitt að koma hingað eftir að hafa tapað fyrri leiknum og leikmyndin var eins og ég bjóst við, þeir lágu mjög neðarlega.
Lið byrjuðu að gera þetta við okkur seinni parts móts og við höfum átt í erfiðleikum með að leysa það."

„Ég er mjög svekktur að við séum dottnir út. Maður er ennþá að melta þetta, þetta er mikið högg. Það er skammt stórra högga á milli. Stærsta höggið er að hafa verið í toppbaráttunni í allt sumar og hafa misst af þessu í lokin að klára ekki fyrsta sætið."

Fjölnir var á toppi deildarinnar í 17. umferð.

„Við missum mikilvæga menn út til Bandaríkjanna og hefðum viljað fá öflugann mann inn í glugganum.
Við sjáum Keflavík sækir erlendann framherja, Afturelding sækir markmann sem gjörbreytir þeirra liði. Okkur fannst við vanta einn öflugann mann fram á við. "

Mikill áhugi er á ungu leikmönnum Fjölnis.

„Það sem gerist gerist. Það er áhugi á þeim. Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu, að gefa ungum strákum tækifæri.
Ef við náum ekki að taka skrefið upp í efstu deild þá þegar þeir eru búnir að taka skrefið, koma liðin á þá.
Það er áhugi á okkar leikmönnum og það verða eflaust einhver tilboð, félagið metur það."
Athugasemdir
banner
banner
banner