Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag: Fólk verður að treysta orðum mínum
Mynd: EPA
Það kom mörgum á óvart þegar Marcus Rashford byrjaði á varamannabekknum þegar Manchester United heimsótti Crystal Palace á laugardag.

Rashford hafði skorað tvö mörk gegn Barnsley í deildabikarnum og sitt fyrsta mark á tímabilinu gegn Southampton sjö dögum fyrir leikinn gegn Palace.

Þrátt fyrir að hafa einungis spilað klukkutíma gegn Barnsley á þriðjudegi sagði Erik ten Hag, stjóri United, að ástæðan fyrir því að Rashford byrjaði á bekknum væri sú að hann væri að dreifa álagi og að Alejandro Garnacho þyrfti tækifæri í byrjunarliðinu. Því trúðu ekki allir og var Ten Hag gagnrýndur fyrir valið á byrjunarliðinu.

Rashford hefur mikið verið á milli tannanna á fólki og Ten Hag sagði sjálfur frá því í síðustu viku að Rashford væri búinn að laga lífstilinn utan vallar.

Þeir Garnacho, Amad Diallo og Joshua Zirkzee byrjuðu í fremstu línu gegn Palace.

„Ég skil ekki gagnrýna, fólk má gagnrýna ef það vill, en það getur ekki verið að giska bara."

„Ég kom með útskýringu og fólk verður að treysta mínum orðum,"
sagði hollenski stjórinn í dag.

Framundan hjá United er heimaleikur gegn Twente í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner