City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 12:11
Elvar Geir Magnússon
Friedkin að eignast Everton
Bandaríski viðskiptamaðurinn Dan Friedkin virðist eftir allt saman vera að kaupa Everton.
Bandaríski viðskiptamaðurinn Dan Friedkin virðist eftir allt saman vera að kaupa Everton.
Mynd: EPA
Viðræður Friedkin Group um yfirtöku á Everton eru komnar á fulla ferð á ný. Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin á fyrir ítalska félagið Roma.

Í júní þá komst Friedkin að munnlegu samkomulagi við Farhad Moshiri eiganda Everton um kaup á 94% hlut hans í félaginu. Mánuði seinna runnu viðræður út í sandinn þar sem samkomulag náðist ekki.

Skyndilega kom svo bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor við sögu og virtist vera að færast nær kaupum. En Friedkin kom skyndilega aftur inn í spilið.

Fyrr á árinu virtist fárfestingahópurinn 777 Partners vera að kaupa Everton en það rann einnig út í sandinn.

Uppfært 13:30: Talsmaður Friedkin Group hefur staðfest að samkomulag hafi náðst um kaup á Everton.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner