City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Einhver mesti toppmaður sem ég hef kynnst á ævinni"
Ákvað strax að hlaupa að Stubbi eftir leik
Leikmenn KA hlupu allir að Stubbi beint eftir leik.
Leikmenn KA hlupu allir að Stubbi beint eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stubbur fagnar markvörslu sinni.
Stubbur fagnar markvörslu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinþór Már Auðunsson, betur þekktur sem Stubbur, átti stórleik þegar KA varð bikarmeistari síðasta laugardag.

Hann varði stórkostlega frá Helga Guðjónssyni í uppbótaratímanum og bjargaði sigrinum. Hann tók gamla góða X-ið, eins og góðum handboltamarkverði sæmir.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Eftir leikinn hlupu allir leikmenn KA að Stubbi og fögnuðu honum ákaft.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, lykilmaður í liði KA, hljóp fyrstur og aðrir fylgdu með.

„Það er enginn sem á meira gott skilið en Stubbur," sagði Hallgrímur Mar.

„Þetta er einhver mesti toppmaður sem ég hef kynnst á ævinni. Þegar hann tók vörsluna í lokin þá ákvað ég um leið að ég myndi spretta til hans og fagna með honum. Þetta var sigurvarsla. Hann er bara geggjaður."

Hann segir að Stubbur sé geggjaður fyrir liðið.

„Innan sem utan vallar, algjör toppmaður," sagði Hallgrímur.

Stubbur var sjálfur í skemmtilegu viðtali eftir leik þar sem hannn sagði meðal annars: „Maður er bara búinn að leika sér í neðri deildum, eitt ævintýri með Magna í 1. deild. Svo ætlaði maður að vera varamarkvörður hjá sínu félagi og ná að klukka einn leik í efstu deild. Þeir eru orðnir aðeins fleiri, og bikarmeistaratitill. Það verður ekki betra held ég."

„Í mínum villtustu draumum bjóst ég við að þetta myndi gerast. Þetta er bara dásamlegt."
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner