Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Og þetta var mín síðasta æfing"
Phil Jones.
Phil Jones.
Mynd: Getty Images
Spilaði með Man Utd frá 2011 til 2023.
Spilaði með Man Utd frá 2011 til 2023.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Phil Jones hefur opnað sig með það hvenær hann áttaði sig á því að ferill sinn hjá Manchester United væri kominn á endastöð.

Jones varði tólf árum hjá United - frá 2011 til 2023 - en hann lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði.

Meiðsli höfðu mikil áhrif á feril hans en hann spilaði aðeins 13 leiki á síðustu fjórum árum sínum hjá Man Utd.

Jones fór yfir feril sinn í High Performance Podcast og sagði þar að hann hafði vonast eftir fersku upphafi þegar Erik ten Hag tók við Man Utd sumarið 2022. Annað kom hins vegar á daginn.

„Ég var mjög spenntur. Erik ten Hag var tekinn við, nýtt upphaf. Ég fann aðeins fyrir verk í hnénu en ég hugsaði að það myndi fara. En svo vorum við að gera ákveðna æfingu og ég gat ekki tekið sendingu með hægri fæti," sagði Jones.

„Ég óskaði þess að jörðin myndi opnast. Nýr stjóri var kominn inn og ég gat ekki æft í meira en 20 mínútur."

„Ég sneri illa og fann fyrir miklum verk. Ég gat ekki haldið áfram. Í drykkjarpásunni fór ég að sjúkraþjálfaranum og sagði við hann að þetta væri mín síðasta æfing. Og þetta var mín síðasta æfing," sagði Jones sem gekk í gegnum andlega erfiðleika út af öllum meiðslunum.

Jones, sem spilaði 27 landsleiki fyrir England á sínum ferli, fór heim með tárin í augunum. Þarna var ferillinn búinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner