City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Gusto búinn að ná sér - Lavia gæti verið klár fyrir leikinn gegn Brighton
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Malo Gusto hefur náð sér af meiðslum og er klár fyrir leik Chelsea gegn Barrow í enska deildabikarnum á morgun, en þetta sagði Enzo Maresca, stjóri liðsins, í dag.

Gusto hefur ekki verið með Chelsea í síðustu þremur leikjum vegna vöðvameiðsla.

Þetta skapaði vandamál fyrir Maresca þar sem Reece James er einnig frá vegna meiðsla. Axel Disasi og Wesley Fofana hafa leyst af í síðustu leikjum.

„Malo Gusto hefur náð sér og er klár fyrir leikinn á morgun,“ sagði Maresca.

Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia er hins vegar fjarri góðu gamni.

„Romeo er ekki alveg orðinn klár. Vonandi verður hann það fyrir leikinn gegn Brighton,“ sagði stjórinn enn fremur.

Chelsea spilar við Brighton næstu helgi en Lavia hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum síðan hann kom til Chelsea frá Southampton á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner