Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr fellur neðar í veðbönkum - Nýr maður á toppinn
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes.
Mark Hughes.
Mynd: Getty Images
Stuðlar veðbanka í tengslum við stjórastarf Cardiiff hafa breyst í morgunsárið en núna er nýr maður líklegastur til að taka við starfinu.

Í gær var það Nathan Jones, stjóri Charlton, sem var líklegastur en það er ekki þannig lengur. Hann er fallinn niður í þriðja sæti.

Freyr Alexandersson, sem var annar í veðbönkum í gær, er núna í fjórða sæti. Freyr stýrir nú Kortrijk í Belgíu sem er eins og Cardiff í eigu malasíska viðskiptamannsins Vincent Tan.

Mark Hughes er nokkuð óvænt orðinn líklegastur í starfið.

Hughes hefur verið án félags eftir að hann var rekinn frá Bradford í ensku D-deildinni í október síðastliðnum. Þar áður stýrði hann Manchester City, Fulham, Stoke City og Southampton.

Hughes, sem er sextugur, er frá Wales og hefur áður verið orðaður við Cardiff en það að hann sé líklegastur á þessum tímapunkti kemur á óvart þar sem hlutabréfin í honum hafa líklega aldrei verið eins lág.

Cardiff er sem stendur á botni ensku Championship-deildarinnar.

Þeir líklegustu til að taka við Cardiff:
1. Mark Hughes 3/1
2. James Rowberry 5/1
3. Nathan Jones 6/1
4. Freyr Alexandersson 8/1
5. Omer Riza 10/1
6. Alex Neil 12/1
7. Brian Barry Murphy 14/1
8. Aaron Ramsey 16/1
9. Nigel Pearson 16/1
10. Sam Allardyce 20/1
Athugasemdir
banner
banner
banner