Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 10:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki gott að særa eitthvað sem þú elskar"
Mynd: EPA
Á fimmtudag tekur Manchester United á móti Twente í fyrstu umferð deildarkeppninnar í Evrópudeildinni.

Twente er uppeldisfélag stjóra United, Erik ten Hag. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Ef ég hefði fengið að ráða þá hefðum við mætt einhverju öðru liði. Það er ekki gott að særa eitthvað sem þú elskar," sagði sá hollenski.

Hann segir að það sé enginn breyting á leikmannahópnum frá leiknum gegn Crystal Palace um helgina. Hann vonast til þess að Luke Shaw snúi til baka í hópinn fyrir landsleikjahléið í byrjun næsta mánaðar.

Leikur Man Utd og Twente hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld. Miðvörðurinn Ten Hag var leikmaður Twente árin 1989-90, 92-94 og svo 96-2002.
Athugasemdir
banner
banner
banner