Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 07:20
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill þrjá frá Leverkusen - Everton hefur áhuga á Southgate
Powerade
Liverpool hefur áhuga á Wirtz.
Liverpool hefur áhuga á Wirtz.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan daginn. Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.

Liverpool hefur áhuga á þremur leikmönnum Bayer Leverkusen. Það eru þýski miðjumaðurinn Florian Wirtz (21), hollenski varnarmaðurinn Jeremie Frimpong (23) og argentínski miðjumaðurinn Exequiel Palacios (25). (CaughtOffside)

Liverpool hefur einnig áhuga á að fá spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad í janúarglugganum. (Fabrizio Romano)

Joe Gomez (27), varnarmaður Liverpool og Englands, er á óskalistum Aston Villa og Newcastle. (Football Insider)

Real Madrid fylgist með Murillo (22) varnarmanni Nottingham Forest en mætir samkeppni frá Barcelona og Bayern München um Brasilíumanninn. (HITC)

Dan Friedkin, verðandi eigandi Everton, hefur bent á Gareth Southgate (54), fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem hugsanlegan kost í að verða stjóri í stað Sean Dyche (53) á Goodison Park. (GiveMeSport)

Newcastle, Manchester United og Tottenham eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Angel Gomes (24) miðjumanni Lille og Englands (GiveMeSport)

Nottingham Forest er nýjasta félagið sem hefur sýnt áhuga á Luca Koleosho (20) eftir öfluga frammistöðu kantmannsins hjá Burnley. (Football Insider)

Barcelona mun halda neyðarviðræður í vikunni til að ræða hvort það eigi að sækja markvörð á frjálsri sölu í stað Marc-Andre ter Stegen (32) sem sleit krossbönd. (ESPN)

Claudio Bravo (41), fyrrum markvörður Barcelona og Manchester City, er tilbúinn að taka hanskana fram að nýju til að aðstoða Börsunga. (90min)

Liverpool mun hefja viðræður við Luis Diaz (27) um að framlengja samning sinn. Kólumbíski kantmaðurinn hefur byrjað nýtt tímabil af miklum krafti en núverandi samningur hans er til 2027. (Football Insider)

Nokkur stór félög fylgjast með þróun hins sænska kantmannsins Hugo Larsson (20) hjá Eintracht Frankfurt. (Fabrizio Romano)

Southampton vonast til að sannfæra enska miðjumanninn Tyler Dibling (18) um að skrifa undir nýjan samning. Manchester United hefur áhuga á honum. (GiveMeSport)

Sunderland ætlar að fá írska framherjann Aaron Connolly (24) frá Hull City. (Sun)

Leeds United hefur áhuga á að hefja viðræður við velska kantmanninn Daniel James (26) um nýjan samning. (Football Insider)

Leeds hefur kynnt áætlanir um að stækka Elland Road heimavöll sinn. Hann tekur tæplega 38 þúsund áhorfendur í dag en yrði stækkaður upp í 53 þúsund. (BBC)
Athugasemdir
banner
banner
banner