City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 09:32
Elvar Geir Magnússon
Leik Newcastle frestað þar sem völlurinn er ónýtur
Mynd: Getty Images
Búið er að fresta deildabikarleik Wimbledon og Newcastle sem fram átti að fara á morgun vegna gríðarlegrar rigningar sem skapaði flóð á vellinum og við leikvanginn.

Miðað við myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum þarf að ráðast í talsverðar framkvæmdir á vallarfletinum á Plough Lane, heimavelli Wimbledon sem leikur í D-deildinni. Ólíklegt er að þar verði spilað á næstu vikum.

Ekki er búið að gefa út nýjan leiktíma á leiknum.

AFC Wimbledon vann Bromley og Ipswich á leið sinni í þriðju umferð deildabikarsins. Liðið lagði úrvalsdeildarlið Ipswich í vítakeppni. Newcastle kom inn í aðra umferð og lagði Nottingham Forest í vítakeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner