Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Getur ekki gefið nákvæma tímasetningu með Ödegaard
Martin Ödegaard,
Martin Ödegaard,
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að það séu nokkrar vikur í það að Martin Ödegaard muni snúa aftur.

Hann segist hins vegar ekki geta sagt nákvæmlega til um það hvenær hann snúi aftur.

Ödegaard, sem er fyrirliði Arsenal, meiddist á ökkla í landsleik með Noregi fyrr í þessum mánuði og hefur misst af mikilvægum leikjum undanfarið.

„Það eru enn nokkrar vikur í hann en ég get sagt þér hvenær nákvæmlega hann kemur til baka," sagði Arteta við fréttamenn í dag.

Hann var í kjölfarið spurður að því hvort Ödegaard gæti mætt aftur fyrir landsleikjahléið í október.

„Það myndi koma skemmtilega á óvart, en mér finnst það ólíklegt."

Á fréttamannafundi í morgun ýjaði Arteta að því að einhver leikmaður Arsenal hefði meiðst illa í 2-2 jafnteflinu gegn Manchester City á sunnudag. Hann vildi þó ekki gefa upp hver það væri og sagði að það myndi koma í ljós á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner