Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Fullyrða að Vinicius Junior vinni Ballon d'Or
Mynd: EPA
Spænska blaðið Marca fullyrðir í blaði sínu í dag að Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, vinni Ballon d'Or verðlaunin sem verða afhend á sérstakri verðlaunahátíð France Football í næsta mánuði.

Brasilíumaðurinn er í baráttu við spænska miðjumanninn Rodri um verðlaunin í ár.

VInicius Junior vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina með Madrídingum á meðan Rodri vann ensku úrvalsdeildina með Manchester City og EM með Spánverjum.

Samkvæmt Marca er búið að velja sigurvegara og er það Vinicius Junior sem mun hreppa verðlaunin.

Bandaríski íþróttaframleiðandinn Nike, sem er með samning við Vinicius, hefur þegar hafið framleiðslu á sérstökum gullskó sem Vinicius mun klæðast eftir að hann hlýtur verðlaunin og þá verður sérstakur varningur seldur í Nike-búðinni í Madríd tveimur dögum eftir hátíðina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spænsku miðlarnir leka sigurvegara Ballon d'Or fyrir hátíðina en á síðasta ári gerði Sport það þegar Lionel Messi vann.

Vinicius verður fyrsti Brasilíumaðurinn til að vinna verðlaunin síðan Kaká vann þau árið 2007. Ronaldo hefur unnið þau oftast Brasilíumanna eða tvisvar sinnum og þeir Rivaldo og Ronaldinho einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner