Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Anna María áfram hjá Stjörnunni - „Stolt að skrifa undir nýjan samning“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, verður áfram hjá Stjörnunni næstu tvö árin en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Varnarmaðurinn hefur leikið fyrir Stjörnuna allan sinn feril og leikir hennar komnir á fjórða hundrað.

Þessi þrítuga fótboltakona þekkir ekkert annað en að spila fyrir Stjörnuna og verður engin breyting á því.

Hún hefur nú skrifað undir samning sem gildir út næstu tvö tímabil eða til 2026.

FJórum sinnum hefur Anna María orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og þrisvar sinnum bikarmeistari.

„Ég er stolt af því að hafa skrifað undir nýjan samning við mitt félag. Nýafstaðið tímabil var krefjandi og fór ekki allt eins og við vonuðumst eftir, en svona er fótboltinn – bæði sigrar og áskoranir. Ég hef upplifað bæði súrt og sætt með þessu félagi og er staðráðin í að halda áfram að leggja mig alla fram fyrir liðið og leikmennina.
Andinn í hópnum er frábær, við erum að byggja upp sterkan grunn og spennan fyrir næsta tímabili er mikil!“
sagði Anna María við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner