Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 07:35
Elvar Geir Magnússon
Hvernig mun City fylla skarð eins besta leikmanns heims?
Gundogan meiddist gegn Arsenal.
Gundogan meiddist gegn Arsenal.
Mynd: EPA
Mateo Kovacic.
Mateo Kovacic.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Rodri mun fara í frekari skoðun á hnémeiðslum sínum í dag. Ekkert hefur heyrt frá Manchester City um meiðsli hans en fjölmiðlar fullyrða að hann hafi slitið krossband og verði því lengi frá.

Rodri er líklega besti varnartengiliður heims og hreinlega einn besti leikmaður heims. Pep Guardiola stjóri City hefur sjálfur sagt að það komi enginn í hans stað.

Sparkspekingurinn Chris Sutton telur þó að City muni finna leið til að fylla hans skarð.

„Að mínu mati getur enginn leyst hlutverkið eins og hann gerir. City er hinsvegar með Mateo Kovacic sem er jafn hæfur í að fylla skarðið eins og aðrir leikmenn sem eru til. Manchester City mun finna lausnir í gegnum þetta, eins og liðið gerir alltaf," segir Sutton.

Króatinn Kovacic er augljós lausn en City hefur svo sannarlega fleiri í leikmannahópnum sem geta leyst stöðu varnartengiliðs. Þar á meðal er Ilkay Gundogan sem spilaði þessa stöðu oft áður en hann fór til Barcelona.

Kalvin Phillips er á láni hjá Ipswich en getur ekki verið kallaður til baka fyrr en í janúar. Þá er augljóst að Guardiola finnst hann ekki vera nægilega góður.

Miðvörðurinn John Stones hefur verið notaður sem varnartengiliður og þá hefur Guardiola talað um fjölhæfni hins nítján ára gamla bakvarðar Rico Lewis.
Athugasemdir
banner
banner
banner