Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta ýjar að því að einn gæti verið alvarlega meiddur
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan hjá Arsenal er leikur gegn Bolton í deildabikarnum. Sá leikur fer fram á Emirates, heimavelli Arsenal, annað kvöld.

Arteta gaf í skyn á fundinum að einn af leikmönnum liðsins hefði meiðst alvarlega gegn Manchester City á sunnudag. Fjórir leikmenn Arsenal settust niður í leiknum og fengu aðhlynningu á meðan leiknum gegn City stóð.

„Ég er hrifnari af því að vinna með staðreyndir frekar en tilgátur. Sjáum hverjir verða til taks á morgun og svo getum við talað um myrku öflin eða svoleiðis hluti," sagði Arteta og vísaði í umræðuna eftir leikinn þar sem talað var um leiktafir Arsenal.

„Því miður já, það verða einhverjir leikmenn sem geta ekki spilað. Þið komist að því á morgun."

„Við verðum að bíða með einn af þeim,"
sagði Arteta þegar hann var spurður hvort að einhver hefði meiðst alvarlega.

Þeir Riccardo Calafiori, David Raya, Jurrien Timber og Gabriel Martinelli þurftu á aðhlynningu að halda í leiknum. Bukayo Saka fór þá af velli í hálfleik.
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Athugasemdir
banner
banner
banner