City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 13:21
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel verðlaunaður með nýjum samningi
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Björn Daníel Sverrisson hefur skrifað undir nýjan samning við FH og er nú bundinn félaginu út næsta tímabil.

Björn Daníel er 34 ára og var fyrrum samningur hans að renna út.

Þessi reynslumikli leikmaður hefur verið frábær í sumar og er kominn með átta mörk og þrjár stoðsendingar í Bestu deildinni.

Hann fór meiddur af velli í síðasta leik FH en vonast er til þess að hann verði klár í slaginn aftur á miðvikudaginn, þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Víkings.

„Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Birni Daníel í sumar. Hann er að draga þetta áfram hjá FH ásamt Kjartani Kára sem hefur verið þvílíkt öflugur í þessum föstu leikatriðum," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu á dögunum.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner