City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Ferland Mendy hjá Real Madrid til 2027
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferland Mendy, leikmaður Real Madrid, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við spænska félagið en þetta tilkynnti Carlo Ancelotti, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi.

Frakinn hefur spilað stóra rullu í varnarlínu Madrídinga síðan hann kom frá Lyon fyrir fimm árum.

Á tíma hans hjá félaginu hefur liðið unnið spænsku deildina þrisvar og Meistaradeild Evrópu í tvígang.

Mendy hefur nú verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína með spænska félaginu, en hann hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning eða til 2027.

„Þetta er klappað og klárt. Við erum mjög ánægðir með Mendy,“ sagði Ancelotti og staðfesti þar með undirskrift samningsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner