City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 11:04
Elvar Geir Magnússon
KR hefur áhuga á Halldóri Snæ - Valur blandar sér í slaginn um Júlíus
Lengjudeildin
Halldór Snær Georgsson.
Halldór Snær Georgsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Snær Georgsson markvörður Fjölnis er undir smásjá KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Halldór er tvítugur og hefur verið einn besti markvörður Lengjudeildarinnar í sumar.

Fjölnismenn eru að keppa við Aftureldingu í dag í seinni viðureign liðanna í umspili Lengjudeildarinnar. Afturelding leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni.

Halldór er samningsbundinn Fjölni út tímabilið 2026.

Ungir leikmenn Fjölnis hafa vakið mikla athygli í sumar, þar á meðal er miðvörðurinn Júlíus Mar Júlíusson en samningur hans er að renna út.

KR vill fá þennan tvítuga varnarmann og einnig ÍA. Heimildir Fótbolta.net herma að Valur hafi blandað sér í baráttuna um hann.
Athugasemdir
banner
banner