Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Hakimi fær nýjan samning hjá PSG
Mynd: EPA
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur hafið viðræður við Achraf Hakimi um nýjan samning en þetta segir ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Hakimi er álitinn sem einn af lykilmönnum framtíðarinnar hjá PSG en hann hefur spilað með félaginu frá 2021.

Hægri bakvörðurinn er álitinn með þeim bestu í heiminum en samningur hans við franska félagið rennur út árið 2026.

PSG er mjög ánægt með framlag hans og hefur nú hafið viðræður við hann um nýjan samning.

Hakimi hefur leikið 125 leiki og skorað 25 mörk á þremur árum sínum hjá félaginu.

Þessi 25 ára gamli leikmaður á þá 79 A-landsleiki fyrir Marokkó, sem eru ótrúlegar tölur miðað við aldur, en hann lék sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner