Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr svarar stuðningsmanni: Þetta eru lygar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Kortrijk
Freyr Alexandersson hefur svarað stuðningsmanni Kortrijk og segir fjölmiðil í Belgíu ljúga í grein um sig.

Fram kom hjá belgíska fjölmiðlinum HLN í dag að Freyr hefði flogið til Cardiff og farið þar í viðræður. Hann hefði tekið þyrlu þangað og sagt leikmönnum sínum hjá Kortrijk að hann væri veikur.

Stuðningsmaður Kortrijk deildi þessum fréttum. Hann sagðist vera þakklátur fyrir það sem Freyr hefur gert hjá félaginu en hann sagði það jafnframt bilun að íslenski þjálfarinn hefði tekið þyrlu til Cardiff og logið um það við leikmenn sína. Þessar fréttir eru hins vegar ekki sannleikurinn.

Freyr hefur svarað stuðningsmanninum. „Kæri Arne, einu lygarnar eru þær sem eru skrifaðar í fréttinni. Myndi aldrei gera svona. Takk fyrir stuðninginn."

Freyr stýrir Kortrijk í Belgíu sem er eins og Cardiff í eigu malasíska viðskiptamannsins Vincent Tan. Hann náði að bjarga Kotrijk með ótrúlegum hætti á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner