Belgíska félagið Kortrijk gaf út yfirlýsingu í dag vegna sögusagna um möguleg vistaskipti hjá þjálfara liðsins, Frey Alexanderssyni. Freyr hefur verið orðaður við velska félagið Cardiff sem lét stjóra sinn fara á dögunum og eru félögin, Kortrijk og Cardiff, með sama eiganda.
Fjallað var um það í belgískum fjölmiðlum í dag að Freyr hefði rætt við Cardiff í síðustu viku. Freyr glímdi við veikindi í síðustu viku en í grein HLN var því haldið fram að veikindin hefðu verið uppspuni og Freyr hefði verið fjarverandi þar sem hann hefði verið í viðræðum við Cardiff. Freyr svaraði sjálfur fyrir þetta á samfélagsmiðlum í dag.
Fjallað var um það í belgískum fjölmiðlum í dag að Freyr hefði rætt við Cardiff í síðustu viku. Freyr glímdi við veikindi í síðustu viku en í grein HLN var því haldið fram að veikindin hefðu verið uppspuni og Freyr hefði verið fjarverandi þar sem hann hefði verið í viðræðum við Cardiff. Freyr svaraði sjálfur fyrir þetta á samfélagsmiðlum í dag.
Í kjölfarið kom út yfirlýsing frá Kortrijk þar sem tekið er fram að Freyr verði áfram þjálfari liðsins og að fréttir um brottför hans til Cardiff væru rangar.
Yfirlýsing Kortrijk
KVK og Freyr þjálfari urðu agndofa í dag þegar báðir aðilar fréttu af röngum fréttaflutningi ýmissa fjölmiðla. Freyr var ekki í Wales í síðustu viku og er áfram þjálfari Kortrijk.
„Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og engin brottför á dagskrá. Ásamt stuðningsmönnum okkar, leikmönnum og starfsfólki erum við að vinna hörðum höndum að framtíð KVK," staðfestir Freyr.
Félagið mun ekki svara frekar og mun nú beina allri athygli að leiknum gegn Union næsta sunnudag.
Athugasemdir