City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr annar í veðbönkum
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson er annar í veðbönkum yfir líklegustu aðilana til að taka við Cardiff, sem leikur í Championship-deildinni.

Frá þessu greinir Staðarmiðillinn Wales Online.

Cardiff er á botninum í Championship með aðeins eitt stig en Omar Riza fær það hlutverk að stýra liðinu í næstu leikjum á meðan félagið leitar að nýjum stjóra. Erol Bulut var látinn taka pokann sinn um liðna helgi.

Samkvæmt veðbönkum er Nathan Jones, núverandi stjóri Charlton, líklegastur í starfið. Jones er mikill stuðningsmaður Cardiff og hefur áður staðið sig vel í Championship með Luton Town.

Næst á eftir Jones koma Freyr og Steven Schumacher, fyrrum stjóri Stoke. Þeir eru með jafn lága stuðla en Jones er aðeins á undan þeim og talinn líklegastur.

Freyr viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net fyrr á þessu ári að hann hefði áhuga á að verða stjóri Cardiff. Hann hefur áður talað um það sem draum sinn að fara í enska boltann. Hann stýrir nú Kortrijk í Belgíu sem er eins og Cardiff í eigu malasíska viðskiptamannsins Vincent Tan.
Athugasemdir
banner