Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Kelaart æfir með Víkingi
Kelaart í leik með Njarðvík á síðasta tímabili.
Kelaart í leik með Njarðvík á síðasta tímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Oliver Kelaart æfir þessa dagana með Víkingi samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Hann þáði boð félagsins um að æfa með liðinu.

Kelaart er 26 ára kantmaður sem fæddur er í Ástralíu og spilar með landsliði Srí Lanka. Hann hefur leikið á Íslandi síðustu fimm tímabil. Hann spilaði fyrst með Kormáki/Hvöt, svo með Keflavík, Þrótti Vogum, Njarðvík og á núliðnu tímabili lék hann með Haukum.

Hann kom við sögu í níu leikjum með Haukum í 2. deild í sumar en tók ekki þátt í síðustu átta leikjum Hauka í deildinni. Hann er með skráðan samning út næsta tímabil.

Tímabil Víkings er í fullum gangi, liðið er í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og framundan eru leikir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Í síðustu viku fjalliaði Fótbolti.net um það að Damian Timan, sem lék með Gróttu í sumar, væri að æfa með Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner