Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Annars væri ég heimskur, mjög heimskur
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Úr leik Arsenal og Man City.
Úr leik Arsenal og Man City.
Mynd: Getty Images
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Manchester City síðasta sunnudag. Arsenal komst í 2-1 í leiknum en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum varðist Arsenal djúpt og reyndi að gera allt til að hægja á leiknum.

Leikstíll Arsenal hefur verið mjög agaður það sem af er tímabili og mikil áhersla lögð á varnarleik, og stundum tafir. Arsenal hefur aðeins verið 41,8 prósent með boltann að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nottingham Forest, Ipswich og Everton eru einu liðin sem hafa verið minna með boltann. En það hefur verið að virka: Arsenal er í fjórða sæti, tveimur stigum frá toppnum. Liðið hefur aðlagast aðstæðum vel og sótt góð úrslit.

Arteta var á fréttamannafundi spurður út í leikstílinn gegn Man City, en liðið spilaði ekki mjög aðlaðandi fótbolta þar.

„Við urðum að spila leikinn sem við spiluðum," sagði Arteta. „Við áttum í vandræðum fyrstu 10-15 mínúturnar ellefu á móti ellefu en svo gekk betur. Svo kom upp önnur staða og gerðum það sem öll lið gera."

„Við höfum lært frá fortíðinni. Því miður þá höfum við stundum lent í þessari stöðu. Við vorum í sömu stöðu þegar Granit (Xhaka) fékk rautt spjald eftir 38 mínútur og þá töpuðum við 5-0. Það er eins gott að við lærum. Annars væri ég heimskur, mjög heimskur."

Arteta sagði á fundinum að liðið hafi lært að elska að spila svona fótbolta, að velja hörku og stæla fram yfir fagurfræði. Arteta var spurður að því á fundinum hvort að hann sæki innblástur frá Jose Mourinho sem er líklega einn besti varnarþjálfari sögunnar. Hann er einnig þjálfari sem elskar að vera með stæla, ef svo má að orði komast.

„Meira en innblástur. Ég held að þú lærir mikið af öðrum toppþjálfurum - þú reynir að skilja hvers vegna þeir hafa náð árangri. Þú gætir haft hugmynd en ef hlutirnir fara í aðra átt, hefurðu þá getu til að aðlagast?" sagði Arteta.

Hann virðist vera búinn að læra myrku listir fótboltans ansi vel.
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Athugasemdir
banner
banner