Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Kristjáns framlengir við Stjörnuna
Guðmundur Kristjánsson verður áfram í Garðabæ
Guðmundur Kristjánsson verður áfram í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Varnarmaðurinn er á öðru tímabili sínu með Stjörnunni en hann kom til félagsins frá FH.

Hann tók við fyrirliðabandinu af Haraldi Björnssyni sem lagði hanskana á hilluna.

Á fyrsta tímabili hans með Stjörnunni lék hann 25 af 27 leikjum liðsins í Bestu deildinni, en hann hefur spilað 17 leiki það sem af er þesu tímabili.

Guðmundur hefur nú skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2026.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja við Stjörnuna. Ég kom inn í spennandi project hérna í Garðabænum fyrir tveimur árum, í afar metnaðarfullan og hæfileikaríkan leikmannahóp. Nú líður mér eins og að hópurinn sé búinn að þroskast mikið sem lið og sé tilbúinn að taka næsta skref. Eftir að hafa séð metnaðinn og sýnina sem klúbburinn hefur fyrir framhaldið þá er ég mjög ánægður að spila áfram í bláu treyjunni á næstu árum,“ sagði Guðmundur eftir undirskrift.

Stjörnumenn eiga fjóra leiki eftir af tímabilinu. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 35 stig og í harðri baráttu um Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner