City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Svolítið saga okkar í sumar
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
Rúnar Páll: Við fáum fjóra sénsa í viðbót
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur hreinskilin: Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
   mán 23. september 2024 22:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tóku á móti Stjörnunni í kvöld þegar Besta deildin hélt áfram göngu sinni eftir skiptingu og var þetta fyrsta umferðin í efri hluta.

Stjarnan byrjuðu af krafti og leiddu í hálfleik en Valsmenn komu til baka í síðari og jafntefli varð niðurstaðan. 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Stjarnan

„Við breyttum aðeins í hálfleik og það skilaði okkur betri leik. Við náðum að setja miklu meiri pressu á þá og involvera alla í leiknum. Við vorum of passívir í fyrri hálfleiknum og ræddum það í hálfleiknum og komum miklu grimmari út í seinni hálfleiknum." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.

„Stjarnan er nátturlega virkilega gott fótboltalið og eru með miklar hreyfingar. Strikerinn er að droppa niður á miðjuna og þá eru að koma hlaup á bakvið okkur hafsentana ef við erum að fara með honum."

„Við ætluðum til að byrja með til að koma í veg fyrir það að ekki vera að fylgja honum inn og þar að leiðandi fengu þeir alltof mikinn tíma á boltann og við ræddum það í hálfleik að fara aðeins ákafari í þá og setja pressu á þá og mér fannst það skila töluvert betri árangri." 

Evrópubaráttan er orðin mun harðari núna eftir að ljóst varð að fjórða sætið gæti ekki lengur sæti í Evrópu.

„Það skiptir öllu máli fyrir klúbb eins og Val að vera í Evrópukeppni og það setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn þannig nú skiptir hver leikur máli í þessari úrslitakeppni loksins og það er bara skemmtilegt fyrir áhorfendur og alla sem að þessu koma." 

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 16 4 3 55 - 28 +27 52
2.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
3.    Valur 23 11 6 6 55 - 35 +20 39
4.    Stjarnan 23 10 5 8 42 - 37 +5 35
5.    ÍA 23 10 4 9 41 - 33 +8 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
Athugasemdir
banner
banner