Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Leggur til að Man Utd losi sig við Antony - „Fullkominn fyrir hollensku deildina“
Mynd: Getty Images
„Vandamálið með Antony er það að hann er leikmaður sem er fullkominn fyrir hollensku deildina,“ sagði fyrrum fótboltamaðurinn Joe Cole við Mirror, en hann leggur til að það sé kannski tími til kominn að leiðir skiljist.

Brasilíumaðurinn hefur ekki haft mikið fram að færa síðan hann kom til Manchester United frá Ajax fyrir tveimur árum.

Það er gefið að hann hefur mikla tækni, en hann virðist bara ekki hafa líkamlega getu fyrir ensku úrvalsdeildina.

„Ég held að líkamlega hlið ensku úrvalsdeildarinnar er eitthvað sem hann er í basli með. Hann er hæfileikaríkur fótboltamaður með magnaða tækni og kúnstir, og það var gott að sjá hann spila vel gegn Barnsley, en ég sé hann ekki fyrir mér hafa áhrif í byrjunarliði United á þessu tímabili eða yfir höfuð ná að snúa við blaðinu hjá United,“ sagði Cole.

Antony var keyptur fyrir 86 milljónir punda en fá félög eru tilbúin að kaupa hann á því verði í dag. Leikmaðurinn er sagður hafa skoðað þann möguleika að fara til Tyrklands, enda spiltíminn hjá United af skornum skammti, en á endanum ákvað hann að vera áfram og berjast fyrir sæti sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner