Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Willum bestur á vellinum í sigrinum gegn Rotherham
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var ekki lengi að festa sig í sessi hjá enska félaginu Birmingham City eftir að hann var fenginn yfir Ermarsundið.

Willum var lykilmaður í liði Go Ahead Eagles í efstu deild hollenska boltans áður en Birmingham fékk hann til liðs við sig í þriðju efstu deild á Englandi, League One.

Þar er aðeins eitt markmið hjá Birmingham - að fara beint aftur upp í Championship deildina.

Í gær heimsótti liðið Rotherham, sem féll úr Championship í fyrra, og var Willum á sínum stað í byrjunarliðinu.

Willum og félagar áttu góðan leik, þar sem Willum lagði seinna markið upp í 0-2 sigri og fékk 9 í einkunn fyrir sinn þátt frá Birmingham Mail.

Miðillinn valdi Willum sem besta leikmann vallarins, en aðeins tveir leikmenn fengu 9 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum.

„Willumsson var yndislegur að horfa á. Líkamlegur styrkur hans hjálpaði mjög mikið gegn líkamlega sterku liði Rotherham en hann skein skærast þegar hann fékk boltann í lappirnar. Hann var sérstaklega sterkur í fyrri hálfleik þar sem hann átti glæsilegan klobba og frábæra stoðsendingu," segir meðal annars um Willum í einkunnagjöf Birmingham Mail.

Alfons Sampsted er einnig á mála hjá Birmingham. Hann kom inn af bekknum á 79. mínútu í sigrinum en fékk ekki einkunn því hann hafði ekki tíma til að hafa næg áhrif á leikinn.

Birmingham hefur farið feykilega vel af stað á nýrri leiktíð og deilir toppsæti League One deildarinnar með Wrexham AFC. Þar eru Willum og félagar enn ósigraðir, með 16 stig eftir 6 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner