City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 11:18
Elvar Geir Magnússon
Mjög ólíklegt að Kyle McLagan verði meira með á tímabilinu
Kyle McLagan hefur verið saknað í síðustu leikjum.
Kyle McLagan hefur verið saknað í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan varnarmaður Fram hefur ekki spilað síðan 19. ágúst og kemur líklega ekki meira við sögu á tímabilinu.

McLagan var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í byrjun móts og var valinn í úrvalslið umferða 1-11 hér á Fótbolta.net.

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var spurður út í fjarveru Kyle í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

„Það er mjög ólíklegt að Kyle verði meira með. Hann var meiddur í heilt ár eftir krossbandaslit. Hitt hnéð er núna að angra hann og hann fékk svakalegt högg í einhverjum leiknum. Það er eitthvað beinmar og hugsanlega flís að þvælast fyrir," segir Rúnar.

„Það er búið að mynda þetta og hann er í meðhöndlun. Hann er byrjaður að skokka aðeins núna. Það er spurning hvort við tökum sénsinn á að láta hann spila. Við látum bara læknana meta hvort það þurfi að opna hann og kíkja á þetta eða hvort hann þurfi bara meiri tíma og verði þá klár 100% þegar undirbúningur hefst fyrir næsta tímabil."

Fram fór út af sporinu í lokaleikjunum fyrir tvískiptingu og missti af því að komast í efri hlutann. Liðið vann 2-0 sigur gegn Fylki í fyrsta leik sínum í neðri hlutanum í gær.
Útvarpsþátturinn - Umspilið, Rúnar Kristins og Besta
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 23 8 6 9 33 - 32 +1 30
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 23 5 7 11 37 - 48 -11 22
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 23 4 7 12 24 - 45 -21 19
6.    Fylkir 23 4 5 14 26 - 53 -27 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner