City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 09:06
Ívan Guðjón Baldursson
Engin sending hjá Timber eða Havertz heppnaðist - Fyrsta sinn síðan mælingar hófust
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem gestirnir í liði Arsenal spiluðu allan seinni hálfleikinn í vörn, verandi einum leikmanni færri.

Samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports var hollenski varnarmaðurinn Jurriën Timber besti leikmaður vallarins, en hann fer ásamt liðsfélaga sínum Kai Havertz í sögubækurnar fyrir að hafa ekki átt eina einustu heppnaða sendingu í leiknum.

Timber og Havertz léku allan leikinn og reyndu samtals 11 sendingar, en engin þeirra rataði á samherja.

Samkvæmt tölfræði frá Opta er þetta í fyrsta sinn síðan mælingar hófust tímabilið 2003-04 sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni spilar 89 mínútur eða meira í fótboltaleik án þess að eiga heppnaða sendingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner