City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Opnir fyrir því að koma inn sem neyðarmarkverðir
Keylor Navas.
Keylor Navas.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas og Claudio Bravo eru báðnir opnir fyrir því að semja við Barcelona eftir að Marc-Andre ter Stegen meiddist illa á hné um liðna helgi.

Ter Stegen er 32 ára og fór af velli á börum í gær. Það var ljóst að um alvarleg meiðsli væru að ræða og hann verður lengi frá, mögulega allt tímabilið.

Inaki Pena fékk traustið þegar Ter Stegen meiddist á síðasta tímabili og hann kom inn af bekknum í gær.

Möguleiki er þó að Börsungar bæti við sig markverði til öryggis, en félagið getur fengið inn markvörð sem er án félags. Keylor Navas er sagður mjög opinn fyrir því að ganga í raðir Barcelona en hann er án félags þessa stundina.

Navas, sem er 37 ára, lék lengi fyrir erkifjendurna í Real Madrid en það er ekkert að fæla hann frá. Hann lék síðast með Nottingham Forest á Englandi.

Þá hefur Bravo sagt það opinberlega að hann er tilbúinn að taka hanskana af hillunni fyrir Barcelona. Bravo, sem er 41 árs, lék með Real Betis á síðasta tímabili en kaus að hætta að því loknu. Hann var á mála hjá Barcelona frá 2014 til 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner