City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 13:14
Elvar Geir Magnússon
Ter Stegen fer í aðgerð í dag
Ter Stegen borinn af velli í gær.
Ter Stegen borinn af velli í gær.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen meiddist illa á hné eftir að hafa stokkið eftir boltanum í leik gegn Villarreal.

Katalónska félagið hefur gefið út yfirlýsingu um að Ter Stegen muni fara undir hnífinn seinna í dag.

Ter Stegen er 32 ára og fór af velli á börum í gær. Það var ljóst að um alvarleg meiðsli væru að ræða og hann verður lengi frá, mögulega allt tímabilið. Spænskir fjölmiðlar segja að hann snúi aftur í fyrsta lagi í apríl.

Barcelona segir að um krossbandaslit séu að ræða og frekari tíðindi komi frá félaginu þegar aðgerðinni er lokið.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Börsungar bregðast við þessum meiðslum. Varamarkvörðurinn Inaki Pena fékk traustið þegar Ter Stegen meiddist á síðasta tímabili og hann kom inn af bekknum í gær.

Barcelona trónir á toppi La Liga, liðið hefur unnið alla sex leiki sína.
Athugasemdir
banner
banner