Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
   þri 24. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Leiknis gerir samning út 2027
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daði Bærings Halldórsson, fyrirliði Leiknis í Breiðholti, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2027.

Miðjumaðurinn hefur gegnt stóru hlutverki í liði Leiknis síðustu ár og var gerður að fyrirliða á síðasta ári eftir að Bjarki Aðalsteinsson yfirgaf félagið og samdi við Grindavík.

Daði er 27 ára gamall uppalinn Leiknismaður sem á 149 deildarleiki og eitt mark fyrir félagið.

Samningur hans átti að renna út eftir þetta tímabil en hann hefur nú framlengt samninginn til 2027.

Hann lék 19 leiki er Leiknir hafnaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner