Norski framherjinn Erling Braut Haaland verður ekki með Manchester City gegn Watford í enska deildabikarnum annað kvöld, en hann er farinn aftur heim til Noregs.
Man City tekur á móti Watford í 3. umferð bikarsins á Etihad, en það má gera ráð fyrir því að Pep Guardiola leyfi nokkrum lykilmönnum að hvíla.
Haaland verður ekki með en hann fékk sérstakt leyfi frá klúbbnum til að fara heim til Noregs til að vera viðstaddur jarðarför Ivar Eggja, sem var góðvinur fjölskyldunnar til margra ára, og veitti Haaland leiðsögn og stuðning fyrstu ár ferilsins.
Framherjinn mun snúa aftur til Bretlandseyja fyrir helgi og verður í leikmannahópnum sem mætir Newcastle United á St. James' Park á laugardag.
Haaland hefur skorað í öllum fimm leikjum Man City í deildinni á þessu tímabili en hann er með 10 mörk, fimm mörkum meira en Luis Díaz, sem er annar markahæsti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir