City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Tufa: Svolítið saga okkar í sumar
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
Rúnar Páll: Við fáum fjóra sénsa í viðbót
Rúnar Kristins: Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur hreinskilin: Mér fannst þetta lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
   mán 23. september 2024 19:46
Kári Snorrason
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding mun spila til úrslita um sæti í Bestu deild karla annað árið í röð eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld, en samanlagt fer Afturelding áfram, 3-1.
Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Afturelding

„Við erum ógeðslega glaðir, þetta var alltaf planið að komast í úrslitin. Ekkert sérstaklega fyrir okkur heldur fyrir aðdáendurna líka. Þau eiga það svo skilið, sérstaklega eftir síðasta tímabil, nú ætlum við að redda þessu fyrir þá."

Afturelding mætir Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni næstkomandi laugardag.

„Ég segi spila okkar leik. Við erum örugglega bestir í deildinni að spila boltanum og svo sýndum við varnarleikinn í dag. Við spilum okkar fótboltaleik og þá eigum við gríðarlegan séns."

Jökull er sáttur að hafa komið til Aftureldingar að láni á miðju tímabili.

„Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér, ég er í skýjunum mér líður frábærlega. Maður er frá Mosfellsbæ, ég ólst upp í Aftureldingu. Maður þekkir ábyggilega 99 prósent þeirra í stúkunni, annaðhvort frændi eða frænka eða eitthvað. Þetta er svo gaman, svo mikil veisla."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner