Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mazraoui: Kaupin á mér eru góð
Mynd: Man Utd
Noussair Mazraoui var í sumar keyptur til Manchester United frá Bayern Munchen. Hann er varnarmaður, landsliðsmaður Marokkó, sem vann með Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma.

Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur hjá United gegn Twente í Evrópudeildinni.

„Það er ekki ég sem ákveð hversu mikið ég kosta, ég get í raun ekkert sagt um það því það var á milli Manchester United og Bayern Munchen," sagði Mazroui í dag.

Hann og Matthijs de Ligt komu frá Bayern á sama tíma og kosta þeir samanlagt um 60 milljónir punda. Fjallað var um að Mazroui kostaði líklega alls um 15 milljónir punda.

„Ég hef byrjað vel hjá United, svo það er auðvelt fyrir stuðningsmennina að segja að kaupin á mér hafi verið góð," sagði Marokkóinn.

„Ég held að ef félögin séu borin saman þá sé ekki hægt að segja að annað félagið sé stærra en hitt, United er kannsi stærra á alþjóðavísu."

„Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi horfa í kringum mig var sú að eftir tvö tímabil með Bayern þá vildi ég taka annað skref upp á við. Mér leið allt í lagi þar en mér fannst eins og mér gæti liðið betur einhvers staðar annars staðar. Þess vegna ákvað ég að skipta um félag. Manchester United kom og ég held ég þurfi ekki að útskýri sig sjálft hvers vegna ég gekk í raðir félagsins."


Mazraoui, sem er 26 ára, hefur verið í byrjunarliði United í öllum fimm deildarleikjum liðsins á tímabilinu. Liðið hefur haldið hreinu þrívegis og bakvörðurinn hefur lagt upp eitt mark.

Leikurinn gegn Twente hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner