City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland jafnaði met Ronaldo - 100 mörk í 105 leikjum
Mynd: EPA
Erling Haaland skoraði fyrsta mark leiksins í 2-2 jafntefli Manchester City gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og var það hans hundraðasta mark í keppnisleikjum fyrir stórveldið.

Það tók Haaland 105 leiki að skora 100 mörk og jafnaði hann þar með met sem Cristiano Ronaldo setti hjá Real Madrid, þegar það tók hann einnig 105 keppnisleiki að skora 100 mörk.

Haaland og Ronaldo eru því sneggstu leikmenn 21. aldarinnar til að skora 100 mörk fyrir félagið sitt í fimm bestu deildum Evrópu.

Til samanburðar tók það Kylian Mbappé 135 leiki að skora 100 fyrstu mörkin sín fyrir Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner