City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn: Klifra yfir brekkurnar ef þær mæta mér
Viðar Örn var góður í bikarúrslitaleiknum.
Viðar Örn var góður í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sterkur í hausnum og klifra yfir brekkurnar ef þær mæta mér," sagði Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður KA, eftir bikarúrslitaleikinn síðasta laugardag.

KA vann Víkinga 2-0 í úrslitaleiknum og átti Viðar mjög fínan leik í fremstu víglínu hjá KA.

Viðar samdi mjög óvænt við KA skömmu fyrir mót og var lengi í gang. Hann hefur sjálfur viðurkennt að hann glímdi við meiðsli og hefði ekki átt að spila fótbolta á þeim tímapunkti. En eftir landsleikjahléið í júní fór hann að byrja og stuttu síðar fór hann að skora.

Viðar fékk nokkuð mikla gagnrýni í byrjun sumars en hann kveðst vera með sterkan haus.

„Þetta er búið að líta frábærlega út í tvo mánuði. Ég ætla að gefa allt í síðustu fimm leikina og svo sjáum við til. Þetta er geggjaður hópur og allir eiga skilið fáránlega mikið hrós fyrir að hafa náð að snúa þessu við," sagði Viðar.

„Það er ekki létt þegar þú ert með fimm stig eftir tíu leiki."

Viðar sagði í viðtalinu að hann hefði ekki pælt í því hvort að hann verði áfram hjá KA eftir tímabilið.
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Athugasemdir
banner
banner
banner