City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Birta Birgis framlengir við Víking R.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Víkingur R. er búinn að semja við Birtu Birgisdóttur til næstu tveggja ára en hún hefur verið lykilleikmaður fyrir félagið frá komu sinni í fyrra.

Birta á 8 mörk í 56 leikjum með Víkingum og hefur unnið Lengjubikarinn, Lengjudeildina, Mjólkurbikarinn, Reykjavíkurbikarinn og Meistarakeppni KSÍ á tveimur tímabilum með félaginu.

Birta er fædd 2003 og lék hún fyrir Þrótt og Breiðablik í yngri flokkum, áður en hún skipti til Hauka og gekk loks í raðir Víkings fyrir tímabilið í fyrra.

„Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir því með mikilli hamingju að Birta Birgisdóttir verður leikmaður félagsins út árið 2026 hið minnsta," segir í yfirlýsingu frá Víkingi R.

Víkingur er sem stendur í fjórða sæti Bestu deildar kvenna og á ekki möguleika á toppsætunum tveimur sem veita þátttökurétt í Evrópukeppnir á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner