City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Snerti varla andstæðinginn en átti samt að fá rautt spjald
Lisandro Martínez.
Lisandro Martínez.
Mynd: Getty Images
Lisandro Martínez, varnarmaður Manchester United, mátti prísa sig sælan að hafa ekki fengið rautt spjald í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace um liðna helgi.

Martinez ákvað að hoppa upp í loft með báðum fótum en hann lenti sem betur fer ekki mjög illa á Daichi Kamada, miðjumanni Crystal Palace.

Martinez fékk gult spjald en VAR-dómarinn ákvað að breyta því ekkert.

Dale Johnson, sérfræðingur ESPN, segir að Martinez hafi átt að fá rauða spjaldið þarna.

„Það er erfitt að sjá hvernig þessi tækling gæti nokkurn tímann talist fótboltatengd. Lögin krefjast þess ekki heldur að leikmaður þurfi að snerta andstæðing til að um rautt spjald sé að ræða," skrifar Johnson og ítrekar að þessi tækling hafi verið stórhættuleg.

Hér fyrir neðan má sjá myndband.


Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Athugasemdir
banner
banner
banner