City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 14:11
Elvar Geir Magnússon
Margir á hættusvæði í Grafarvoginum
Lengjudeildin
Miðjumaðurinn Oliver Bjerrum Jensen verður í banni í úrslitaleiknum ef hann fær spjald í dag.
Miðjumaðurinn Oliver Bjerrum Jensen verður í banni í úrslitaleiknum ef hann fær spjald í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar er ljóst að Daníel Ingvar verður í banni ef Fjölnir nær að komast í úrslitaleikinn.
Þegar er ljóst að Daníel Ingvar verður í banni ef Fjölnir nær að komast í úrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Afturelding eigast við í dag í undanúrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar um síðasta lausa sætið í Bestu deildinni á næsta ári.

Afturelding vann fyrri viðureignina 3-1 á heimavelli og fer seinni leikurinn fram á Extra vellinum í Grafarvogi. Þar eru ekki flóðljós og því leikið svona snemma.

Sigurvegarinn mætir Keflavík í hreinum úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á Laugardalsvelli næsta laugardag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Afturelding

Margir leikmenn beggja liða eiga í hættu á að fara í leikbann í úrslitaleik umspilsins með gulu spjaldi í dag. Elmar Kári Cogic kom sér frá því með að fá beint rautt spjald í síðasta leik, eins og frægt er, og tekur út leikbann í dag.

Kári Snorrason textalýsir leiknum á eftir og í upphitunarmolum fer hann yfir stöðuna.

Þegar er ljóst að tveir leikmenn Fjölnis verða í banni vegna uppsafnaðra áminninga ef þeirra lið nær að snúa dæminu við í dag.

Í banni í úrslitum ef þeirra lið kemst þangað:
Reynir Haraldsson (Fjölnir)
Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)

Í banni í dag:
Elmar Kári Enesson Cogic

Á hættusvæði - Komnir með 3/6 spjöld:

Fjölnir:
Baldvin Berndsen (3)
Dagur Ingi Axelsson (3)
Guðmundur Karl G. (3)
Sigurvin Reynisson (6)
Júlíus Mar Júlíusson (6)

Afturelding:
Oliver Bjerrum Jensen (3)
Gunnar Bergmann Sigmarsson (6)
Bjarni Páll Linnet Runólfsson (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner