City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodri sagður með slitið krossband - Tímabilið líklega búið
Rodri.
Rodri.
Mynd: EPA
Rodri, líklega besti djúpi miðjumaður í heimi, fór meiddur af velli í gær þegar Manchester City gerði 2-2 jafntefli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta leit ekki vel út og óttuðust margir í fyrstu að Rodri hefði slitið krossband. Ef svo er, þá spilar hann ekki meira á tímabilinu.

Það fóru að berast fréttir frá Spáni áðan og voru þær á þá leið að þetta liti allt saman vel út. Spænski fjölmiðillinn El Larguero sagði frá því að fyrstu próf hafi útilokað mjög alvarleg meiðsli.

En ESPN og fleiri miðlar segja hins vegar núna frá því að Rodri sé með slitið krossband og muni líklega missa af öllu tímabilinu. David Ornstein, einn áreiðanlegasti blaðamaður Bretlandseyja, segir að hnémeiðslin séu mjög alvarleg og bætir við að heimildarmenn nánir leikmanninum búist við því að tímabilið sé búið hjá honum.

Það eru hræðileg tíðindi fyrir City en Rodri hefur verið einn af betri leikmönnum heims síðustu misseri.

Uppfært 16:36: ESPN og fleiri stórir miðlar greina frá því að meiðsli Rodri séu mjög alvarleg, annað en það sem fyrstu fréttir á Spáni voru.
Athugasemdir
banner
banner