City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 09:11
Elvar Geir Magnússon
Popovic tekinn við ástralska landsliðinu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tony Popovic hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Ástralíu eftir að Graham Arnold sagði starfi sínu lausu eftir 1-0 tap gegn Barein og jafntefli gegn Indónesíu í undankeppni HM.

Þessi úrslit gera það að verkum að Ástralía er í fimmta sæti í Asíuhluta undankeppninnar en aðeins efstu tvö liðin komast beint á HM 2026.

Popovic er fyrrum leikmaður Crystal Palace, hann er 51 árs og lék 58 landsleiki fyrir Ástralíu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning:

„Þessu starfi fylgir mikil ábyrgð og ég er verulega þakklátur fyrir tækifærið. Ég er mjög stoltur af þessu og fjölskylda mín einnig. Að fá að stýra landsliði þjóðar þinnar eru forréttindi," segir Popovic.

Fyrsti leikur hans við stjórnvölinn verður gegn Kína þann 10. október en það er næsti leikur Ástralíu í undankeppninni.


Athugasemdir
banner