Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 15:48
Elvar Geir Magnússon
Krossbönd Mosquera slitnuðu
Yerson Mosquera.
Yerson Mosquera.
Mynd: Getty Images
Yerson Mosquera varnarmaður Wolves spilar ekki meira á tímabilinu vegna krossbandaslita.

Þessi 23 ára kólumbíski landsliðsmaður var borinn af velli á 82. mínútu í 3-1 tapinu en hann meiddist þegar hann sneri upp á hnéð í baráttu við Morgan Rogers.

Úlfarnir hafa tilkynnt að hann þurfi að fara í aðgerð vegna þessara meiðsla.

Mosquera hefur byrjað alla fimm úrvalsdeildarleiki Wolves á þessu tímabili en á síðasta tímabili var hann á láni hjá Villarreal á Spáni.

Úlfarnir voru þinnskipaðir fyrir í vörninni eftir að hafa ekki náð að kaupa leikmenn í staðinn fyrir fyrirliðann Max Kilman sem var seldur til West Ham fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Liðið er án sigurs og er á botni deildarinnar en það mætir Liverpool á laugardaginn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner