Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Þriðja umferð deildabikarsins heldur áfram
Chelsea mætir Barrow
Chelsea mætir Barrow
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð enska deildabikarsins heldur áfram í kvöld með fimm leikjum, en þau lið sem spila í Evrópukeppnum í ár spila sína fyrstu leiki.

Fjórir leikir fara fram klukkan 18:45. Chelsea fær Barrow í heimsókn á Stamford Bridge, en þar má búast við því að Enzo Maresca leyfi ungum og efnilegum að spila og þeim leikmönnum sem hafa fengið fáar mínútur.

Það verður svipað þegar Manchester City tekur á móti Watford á meðan Walsall mætir Leicester. Leik Wimbledon og Newcastle hefur verið frestað til 1. október eftir að vatn flæddi yfir völlinn og nágrenni.

Aston Villa heimsækir Wycombe Wanderers í lokaleik kvöldsins.

Leikir dagsins:
18:45 Chelsea - Barrow
18:45 Man City - Watford
18:45 Walsall - Leicester
19:00 Wycombe - Aston Villa
Athugasemdir
banner
banner