City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 11:29
Elvar Geir Magnússon
„Ekkert sérstakt að missa tvo varnarmenn á einum eftirmiðdegi“
Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson varnarmaður KR var ekki með liðinu gegn Vestra í gær. Hann og Birgir Steinn Styrmisson meiddust báðir á æfingu liðsins á föstudag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Vestri

„Þeir meiddust báðir á æfingu á föstudaginn, meiddust báðir á nára þegar við fórum út á Starhaga að æfa þar. Það verður að koma í ljós hversu lengi þeir verða frá. Þeir gætu verið frá út tímabilið en gætu líka verið klárir eftir landsleikjahlé," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir 2-2 jafnteflið gegn Vestra í gær.

„Það er ekkert sérstakt að missa tvo varnarmenn á einum eftirmiðdegi."

Tímabilinu lokið hjá Guðmundi Andra og Stefáni Árna
KR er þremur stigum fyrir ofan fallsæti og mikilvægir leikir framundan. Óskar staðfesti þá í viðtali eftir leikinn að sóknarleikmennirnir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson verða báðir frá út tímabilið.

Guðmundur Andri hefur ekki spilað síðan hann kom frá Val í sumarglugganum. Stefán Árni tognaði illa aftan í læri í leik gegn KA í lok júlí.
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Athugasemdir
banner
banner
banner