Liverpool horfir til Þýskalands, nýir eigendur Everton eru hrifnir af Southgate og Leeds ætlar að stækka heimavöll sinn
banner
   þri 24. september 2024 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu myndirnar af nýja Old Trafford - 100 þúsund manna leikvangur
Myndir frá verkefninu.
Myndir frá verkefninu.
Mynd: Manchester United
Manchester United hefur birt fyrstu myndirnar af hugsanlegu endurnýjunarverkefni Old Trafford.

Eftir að Sir Jim Ratcliffe, fjórði ríkasti maður Bretlandseyja, og fyrirtæki hans, INEOS, þá hafa verið uppi hugmyndir um að betrumbæta Old Trafford og svæðið þar í kring.

Man Utd birti í gær fréttatilkynningu þar sem var kynnt fjárhagsskýrsla í tengslum við þetta verkefni.

Í skýrslunni segir að kannað hafi verið hvernig nýr heimsklassa 100 þúsund manna leikvangur á Old Trafford svæðinu muni nýtast breska hagkerfinu. „Komist hefur verið að því að verkefnið gæti bætt 7,3 milljörðum punda á ári inn í breska hagkerfið."

United birtir myndband með skýrslunni þar sem má sjá myndir af því hvernig svæðið á að líta út. Það segir í skýrslunni að betrumbætt svæði og nýr leikvangur gætu búið til 92 þúsund ný störf, 17 þúsund ný heimili og 1,8 milljónir gesta til viðbótar.

Ratcliffe vonast til að koma Man Utd aftur á toppinn og þessi plön eru hluti af því en Old Trafford og svæðið í kringum leikvanginn er komið til ára sinna. Manchester Evening News sagði frá því að United væri að vonast til að fullgera plön um nýjan Old Trafford undir lok þessa árs.

Old Trafford er í dag með pláss fyrir 74 þúsund manns.

Hægt er að sjá myndbandið sem Man Utd birti í tengslum við verkefnið hérna.


Athugasemdir
banner
banner